„Ekki sama hvernig þetta er gert“

Trjáfelling með keðjusögum er erfið vinna og hættuleg.
Trjáfelling með keðjusögum er erfið vinna og hættuleg. mbl.is/Karítas

„Það er náttúrulega ekki sama hvernig þetta er gert, ekki síst með tilliti til þess hvert tréð fellur. Vél eins og við erum með afgreinar stofninn og grípur tréð þannig að það fellur ekki til jarðar,“ segir Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri Tandrabergs.

Tandraberg sérhæfir sig í skógarhöggi og segir Einar að miðað við þá mynd sem birtist í Morgunblaðinu í gær af skógarhöggi í Öskjuhlíð, þar sem unnið er á trjánum með keðjusög, sé verið að vinna þetta eins og gert er við trjáfellingar í görðum.

Eins og fram hefur komið er unnið að trjáfellingum til að hægt sé að opna austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar sem hefur verið lokað.

Afkastageta þessara véla er mikil og áhættan í lágmarki.
Afkastageta þessara véla er mikil og áhættan í lágmarki. Ljósmynd/ Hlynur Gauti Sigurðsson

Erfitt, hættulegt og dýrt

„Þetta eru gríðarlega stór tré til að fella með þessum hætti og þetta er bæði erfið og hættuleg vinna því að það er svo margt sem getur klikkað þegar tréð fellur. Menn þurfa að vera með hlífar á lærunum vegna þess að keðjusagirnar eru stórhættulegar. Að vinna þetta svona er bæði dýrara og hættulegra.“

Spurður hvort hann viti hvernig trén sem núna er verið að fella verði flutt og nýtt, segist Einar ekki vita það en það sé stór hluti af verkinu að flokka og flytja trén af svæðinu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert