Ekki tímabært að ræða dagsetningar

Oddvitar flokkanna í meirihlutaviðræðunum stilltu sér upp fyrir utan Ráðhúsið …
Oddvitar flokkanna í meirihlutaviðræðunum stilltu sér upp fyrir utan Ráðhúsið að loknum fundi í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks Íslands í borg­inni, seg­ir ekki tíma­bært að ræða dag­setn­ing­ar mynd­un­ar nýs meiri­hluta í borg­ar­stjórn.

„Við erum auðvitað bara að vinna þetta eins hratt og við get­um og samt að vanda okk­ur auðvitað,“ seg­ir Sanna í sam­tali við mbl.is í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

Hún seg­ir viðræður ganga vel og að bæði sam­talið og vinn­an hafi verið góð í dag.

„Við byrjuðum snemma í morg­un og höf­um verið hér í dag að kalla eft­ir gögn­um og upp­lýs­ing­um.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fé­lags­leg­ar áhersl­ur sam­eina flokk­ana

Um gagn­rýni Helgu Þórðardótt­ur og for­vera henn­ar í Flokki fólks­ins á skipu­lags­mál í borg­inni, rekst­ur borg­ar­inn­ar og for­ystu Sam­fylk­ing­ar og Pírata sér­stak­lega, og hvort unnið hafi verið að því að slípa þá gagn­rýni niður, seg­ist Sanna frek­ar líta á það sem sam­ein­ar flokk­ana sem nú séu í viðræðum. Það séu fé­lags­leg­ar áhersl­ur.

„Auðvitað erum við að ræða ým­is­legt sem er und­ir starfi og rekstri borg­ar­inn­ar en fyrst og fremst mik­il­vægi þess að ganga út frá hags­mun­um al­menn­ings og setja fólkið í fyrsta sæti og fólk fram yfir fjár­magn.“

Sanna segir viðræður ganga vel og að bæði samtalið og …
Sanna seg­ir viðræður ganga vel og að bæði sam­talið og vinn­an hafi verið góð í dag. mbl.is/​Eyþór

Hóp­ur­inn ein­beitt­ur á mál­efn­in

Spurð út í gagn­rýni Ein­ars Þor­steins­son­ar á viðræðurn­ar og skort á ákalli um sam­starfið sem flokk­arn­ir fimm vinna nú í að koma á kopp­inn, seg­ir Sanna að hóp­ur­inn hafi ekki lesið mikið af því sem frá­far­andi borg­ar­stjóri hafi verið að tjá sig um enda verið mjög ein­beitt­ur á mál­efn­in og mál­in og hvað þurfi að gera á næstu mánuðum.

„Ef það er verið að tala um ein­hverj­ar hug­mynd­ir eða gagn­rýni sem hann kom fram með varðandi að það væri ekki verið að kalla eft­ir þessu, þá erum við núna odd­vit­ar fimm flokka að ræða sam­an og á bak við okk­ur eru 12 borg­ar­full­trú­ar, sem sagt meiri­hluti inn­an borg­ar­stjórn­ar,“ seg­ir Sanna.

Að lok­um er Sanna Magda­lena spurð út í kryddpíu­viður­nefnið, sem gár­ung­arn­ir hafa reynt að festa við hóp­inn.

Líst ykk­ur vel á þetta?

„Já ég meina, það er bara gam­an að hafa gam­an af líf­inu. Samt er at­hygl­is­vert að ef við vær­um öðru­vísi sam­sett­ur hóp­ur, væri þá verið að leit­ast við að setja nafn yfir hóp­inn? Ég meina við all­ar, þess­ar fimm kon­ur, erum með fal­leg nöfn en já, já, það má hlæja að þessu,“ seg­ir Sanna og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert