Kristín aðstoðar Kristrúnu

Kristín Ólafsdóttir.
Kristín Ólafsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Kristín er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands en hún hefur starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá árinu 2017. Þar hefur hún m.a. sinnt fréttaskrifum á Vísi, flutt fréttir í sjónvarpi og útvarpi, haft umsjón með fréttatímum, stýrt umræðuþáttum og sinnt dagskrárgerð sem einn umsjónarmanna dægurmálaþáttarins Ísland í dag. Þá var hún áður pistlahöfundur á Fréttablaðinu og hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands frá 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Kristín mun hefja störf í lok febrúar.

Ólafur Kjaran Árnason starfar áfram sem aðstoðarmaður forsætisráðherra en hann tók til starfa þann 23. desember síðastliðinn. Fram að því var Ólafur aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur sem formanns Samfylkingarinnar. Ólafur er með meistarapróf í hagfræði frá Cambridge-háskóla. Hann var áður sjálfstæður ráðgjafi og hefur starfað með ýmsum stjórnmálamönnum, segir enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert