Ósammála kollegum sínum um Bárðarbungu

Hann segist ekki sammála því sem fram hefur komið í …
Hann segist ekki sammála því sem fram hefur komið í fjölmiðlum og verið sett fram af kollegum hans um Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði, seg­ir virkn­ina í Bárðarbungu ekki gefa ástæðu til að ótt­ast mjög.

Mik­il skjálfta­hrina varð í Bárðarbungu í janú­ar og hafði slík virkni ekki sést frá ár­inu 2014, þegar eld­gos braust út í eld­stöðva­kerf­inu og kom upp í Holu­hrauni.

Ef auk­in virkni í Bárðarbungu leiðir til eld­goss tel­ur Þor­vald­ur lík­leg­ast að það verði lítið gjóskugos, af svipaðri stærð og þjóðin þekk­ir frá Grím­svötn­um.

„Slík gos eru ekk­ert að valda nein­um stór­um usla.“

Rýna þarf gögn­in bet­ur

Aðspurður seg­ir hann erfitt að segja til um hvort kvikuinn­skot hafi or­sakað virkn­ina í Bárðarbungu í janú­ar­mánuði.

Mögu­leiki sé alltaf á kviku­hreyf­ingu við eld­stöðvar en hvort hún hafi valdið þess­ari skjálfta­virkni sé erfitt að segja til um.

„Ekki nema með mjög ít­ar­legri grein­ingu á gögn­un­um, það þarf að rýna þau bet­ur en þetta.“

Ekki stærst, kannski tí­unda stærst

Hann seg­ist ekki sam­mála því sem fram hef­ur komið í fjöl­miðlum og verið sett fram af koll­eg­um hans um Bárðarbungu.

„Að Bárðarbunga sé ein­hver svaka­lega öfl­ug eld­stöð. Hún er langt frá því að vera stærsta meg­in­eld­stöðin á Íslandi, hún nær því kannski að vera tí­unda stærsta eða eitt­hvað þess hátt­ar. Hún er nefni­lega frek­ar lít­il.“

Ekki er vitað hvort meg­in­eld­stöðin Bárðarbunga hef­ur gosið síðan jökla leysti. Þó það sé lík­legt hef­ur ekk­ert verið staðfest með rann­sókn­um.

„Það hef­ur eng­inn lagt í þá vinnu. Þetta er mjög mik­il­vægt – við get­um ekki bara gefið okk­ur það, án nægi­legra upp­lýs­inga, að Bárðarbunga sé eitt­hvað svaka­lega öfl­ugt eld­fjall,“ seg­ir Þor­vald­ur.

„Við verðum að sýna fram á það með bæði gögn­um og rétt­um at­hug­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert