Áfram verður austanátt ríkjandi á landinu í dag. Það verða austan 10-15 m/s og lítilsháttar rigning eða slydda en 15-20 m/s syðst á landinu. Vindur verður hægari og þurrt að mestu um landið norðanvert.
Það dregur úr vindi og rofar til með kvöldinu. Hitinn verður 0-7 stig og verður mildast syðst á landinu.
Á morgun verða austan 5-13 m/s, en 13-18 m/s við suðurströndina. Það verða skúrir eða smá él suðaustan til, en annars úrkomulaust að mestu. Hitinn verður 0-5 stig sunnan til en annars verður víða vægt frost.