Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ánægður

Guðmundur segir mikilvægt að þau teymi sem starfi saman séu …
Guðmundur segir mikilvægt að þau teymi sem starfi saman séu aðliggjandi í Alþingishúsinu. Samsett mynd

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir ánægjulegt að litið hafi verið til skilvirkni og samstarfs milli ríkisstjórnarflokka við breytingu á núgildandi reglum um herbergjaskipan á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.

En Samfylkingin tekur í dag við þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins.

Eins og mbl greindi frá fyrr í dag, þá hefur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kvatt þing­flokks­her­bergið sem flokkurinn hef­ur verið í síðan 1941. Það ger­ist í kjöl­far þess að for­seti Alþing­is knúði fram breyt­ingu á nú­gild­andi regl­um er varða út­hlut­un þing­flokks­her­bergja í dag.

Auðveldar samráð hópanna

Í samtali við mbl.is segir Guðmundur mikilvægt að þau teymi sem starfi saman séu aðliggjandi í Alþingishúsinu. „Þannig að það sé auðvelt að hafa samráð á milli hópa.“

„Þetta er svipað fyrirkomulag og hefur verið í smiðju og ánægjulegt að það sé komið þinghúsmegin líka,“ segir Guðmundur enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert