Tjáir sig ekki um ofbeldið vegna meirihlutaviðræðna

Ofbeldisvandinn í skólanum hefur verið viðvarandi í nokkur ár.
Ofbeldisvandinn í skólanum hefur verið viðvarandi í nokkur ár. mbl.is/Karítas

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Framsóknar, neitar að tjá sig í tengslum við viðvarandi ofbeldis- og eineltisvanda í Breiðholtsskóla, sem Morgunblaðið greindi frá á mánudag.

Segist hún gera það sökum aðstæðna, en sem kunnugt er standa yfir viðræður um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn.

Árelía, sem er þó eftir sem áður formaður ráðsins sem skólinn heyrir undir, vísar þess í stað á samskiptastjóra borgarinnar, þ.e. einn af tíu upplýsingafulltrúum Reykjavíkur miðað við tölur sem Morgunblaðið fékk uppgefnar í lok árs 2023.

Ráðherra málaflokksins og sömuleiðis umboðsmaður barna hafa á undanförnum dögum tjáð sig um vandann við Morgunblaðið og mbl.is, auk aðstoðarskólastjóra sjálfs skólans.

Öryggi barnanna aldrei verið tryggt

Her­mann Aust­mar, faðir stúlku í sjö­unda bekk í skólanum, hefur furðað sig á því að skóla- og frí­stunda­svið borgarinnar segist ekki kannast við of­beld­is- og eineltis­vanda í skól­an­um til margra ára.

„Við erum búin að vera með börn í skól­an­um í sjö ár og ör­yggi þeirra hef­ur aldrei verið tryggt,“ sagði Hermann í samtali við mbl.is í gær.

„Það er fjar­stæðukennt að segja þetta,“ sagði hann í gær, um svör skólayfirvalda í borginni.

Hefur hann krafið borgina um afsökunarbeiðni.

Aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla hefur viðurkennt viðvarandi ofbeldisvanda í skólanum.
Aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla hefur viðurkennt viðvarandi ofbeldisvanda í skólanum. mbl.is/Karítas

Andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi

Eins og áður sagði greindi Morg­un­blaðið á mánu­dag frá um­fangs­mikl­um of­beld­is- og eineltis­vanda í Breiðholts­skóla meðal nem­enda í 7. bekk. Of­beldið er and­legt, lík­am­legt og kyn­ferðis­legt. Dæmi eru um að börn þori ekki í skól­ann.

For­eldr­ar sem Morg­un­blaðið ræddi við hafa síðustu ár reynt að vekja at­hygli yf­ir­valda á vand­an­um í von um að gripið verði al­menni­lega í taum­ana. Þar má m.a. nefna barna­vernd, umboðsmann barna, skóla- og frí­stunda­svið borg­ar­inn­ar og mennta- og barna­málaráðuneytið.

Eitt for­eldrið hef­ur tekið dótt­ur sína úr skól­an­um. Mörg segj­ast hafa íhugað þann mögu­leika. Her­mann seg­ist hafa reynt að flytja dótt­ur sína um skóla í nokk­ur ár en hann fengið þau svör að ekki séu laus pláss í þeim skól­um sem hann óskaði eftir.

Aðstoðarskóla­stjóri Breiðholts­skóla viður­kenndi í sam­tali við Morg­un­blaðið að börn­in hefðu þurft að glíma við and­legt og lík­am­legt of­beldi af hálfu sam­nem­enda sinna.

Sagði hann að úrræði stæðu skól­um í Reykja­vík til boða en að lang­ir biðlist­ar væru þó þar til trafala. Æskilegt væri ef sér­skól­ar gætu tekið við fleiri nem­end­um, eða að fleiri slík­ir skól­ar væru til staðar.

„Ekki er vitað hvað átt er við“

Morg­un­blaðið og mbl.is sendu fyr­ir­spurn á skóla- og frístundasvið borgarinnar í tengsl­um við um­fjöll­un­ina. Í svari sviðsins kom fram að það kannaðist ekki við að vanda­málið hefði verið viðvar­andi í mörg ár.

„Ekki er vitað hvað átt er við með þeirri full­yrðingu sem þessi fyr­ir­spurn fel­ur í sér um einelt­is- og of­beld­is­vanda til margra ára,“ sagði í svar­inu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert