„Ekkert sem er að hindra vinnuna“

Oddvitar flokkanna fimm sitja á fundi í Ráðhúsinu.
Oddvitar flokkanna fimm sitja á fundi í Ráðhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Góður gang­ur er meiri­hlutaviðræðum odd­vita Sam­fylk­ing­ar, Flokk fólks­ins, Vinstri grænna, Pírata og Sósí­al­ista. 

Þetta seg­ir Sigrún Ein­ars­dótt­ir verk­efna­stjóri við mbl.is en hún er tengiliður flokk­anna við fjöl­miðla.

Odd­vit­arn­ir hitt­ust á fundi í ráðhús­inu snemma í morg­un og seg­ir Sigrún að stefna þeirra sé að funda til klukk­an 16 í dag. Þeir muni síðan hitt­ast aft­ur á morg­un. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir á þess­ari stundu hvenær viðræðunum ljúki.

„Þessu miðar vel áfram og viðræðurn­ar ganga vel. Það er ekk­ert sem er að hindra vinn­una og ekk­ert sem á að geta komið í veg fyr­ir að odd­vit­arn­ir nái sam­komu­lagi um að mynda meiri­hluta,“ seg­ir hún.

Sigrún seg­ir að hús­næðis- sam­göngu og skipu­lags­mál séu helst til umræðu í dag ásamt fleiri mál­um borg­ar­inn­ar. Hún seg­ir að rætt hafi verið við fjöl­marga sér­fræðinga og starfs­fólk Reykja­vík­ur­borg­ar en að ekki sé farið að ræða stóla­skip­an.

„Það er verið að leggja áherslu á for­gangs­röðun­ina og verk­efn­in áður en farið verði að ræða um skip­an í embætti,“ seg­ir hún.

Spurð hvort það komi til greina að ráða ut­anaðkom­andi í stól borg­ar­stjóra seg­ir hún: „Það hef­ur ekki komið til tals.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert