Hitafundur í Valhöll: „Ekki í anda Sjálf­stæðisflokks­ins“

Júlíus Viggó er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteindóttur, en hann kynnti hana …
Júlíus Viggó er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteindóttur, en hann kynnti hana á svið á framboðsfundi hennar um síðustu helgi. Hluti stjórnar Heimdallar stóð með Júlíusi á sviðinu. Ljósmynd/Aðsend

Mikill hiti var í mönnum á fjölmennum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í Valhöll í gær. Ekki komust allir sem vildu inn á fundinn. Fundargestur gagnrýnir fundarstjórn, en talsvert var um frammíköll á fundinum og fengu ekki allir sem báðu um orðið að tjá sig.

Á fundinum var sætum á landsfund flokksins úthlutað, en hann verður haldinn eftir tvær vikur. Á landsfundi verður nýr formaður Sjálfstæðisflokksins kjörinn. Tveir þingmenn hafa gefið kost á sér, en það eru þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir. 

Að sögn Júlíusar Viggós Ólafssonar, formanns Heimdallar, óskuðu um 180 manns eftir sæti í gegnum Heimdall, en félagið er með 44 sæti á fundinum. Stjórn Heimdallar lagði fram tillögu að úthlutun sæta og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.

Birta Kar­en Tryggva­dótt­ir, stjórn­ar­maður í stjórn SUS, sat fund­inn. Hún segir af­greiðslu á lands­fund­arlista hafa verið keyrða í gegn­um fund­inn. Ekki hafi verið gefið færi á breyt­ing­ar­til­lög­um.

Al­bert Guðmundsson, formaður Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, stýrði fundinum. Hann hef­ur verið áber­andi í störf­um fyr­ir Guðlaug Þór Þórðar­son 

Al­bert Guðmundsson, formaður Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, stýrði fundinum.
Al­bert Guðmundsson, formaður Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, stýrði fundinum. Ljósmynd/Aðsend

Fundurinn hafi verið til fyrirmyndar

Fundurinn átti að byrja klukkan 14. Hann hófst fjórar mínútur yfir þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi enn beðið eftir að komast inn. Að sögn Júlíusar voru 30-50 manns sem stóðu í biðröð þegar fundur hófst. „Innritun var ekki lokað þannig að fólk hélt áfram að streyma inn á fundinn á meðan hann var í gangi,“ segir Júlíus. Fundi var slitið klukkan 14.15.

Júlíus segir að ekki hafi mátt fresta fundi Heimdallar mikið, meðal annars vegna þess að fundur Varðar var á dagskrá klukkan 17 í Valhöll. „Ríflega 150 manns voru mættir og fyrsti maður innritaði sig á fundinn rúmlega hálftíma fyrir fund. Einhvern tímann þurfti að hefja fund eftir auglýstan fundartíma af virðingu við tíma þess fólks. “

Spurður hvort allir sem hafi mætt á réttum tíma á fundinn hafi komist inn segir Júlíus: „Já eftir fremsta megni og fullum heilindum eins og hægt er þegar verið er að halda svona stóran fund.“

Sjálfur segist hann ánægður með fundinn. „Við gerðum þetta vel eftir fremsta megni og ég er mjög ánægður með þennan fund og held að hann hafi nú verið til fyrirmyndar.“

Fundurinn var haldinn í Valhöll í gær.
Fundurinn var haldinn í Valhöll í gær. mbl.is/Arnþór

Mælendaskrá lokað

Eins og áður segir hófst fundurinn klukkan 14.04 og var slitið klukkan 14.15. Ekki fengu allir sem báðu um orðið að tjá sig þar sem mælendaskrá var lokað. Þá var samkvæmt heimildum mbl.is talsvert um frammíköll. Einnig var óskað eftir rökstuðningi fyrir vali stjórnar á landsfundargestum, en því var hafnað. Þá var ekki fallist á nafnakall til að tryggja að væntanlegir landsfundargestir hafi mætt á fundinn.

Birta Kar­en segir að gerðar hafi verið at­huga­semd­ir við fund­ar­stjórn en ekki hafi verið hlustað á þær. „Fund­ar­stjórn­in var mjög sér­stök á þess­um fundi,“ seg­ir Birta í samtali við mbl.is.

Birta seg­ir að fólki hafi ekki verið gefið mikið færi á að tala og mæl­enda­skrá hafi verið lokað á meðan fólk var enn með upp­rétta hönd. „Ég þar með tal­in og fékk því ekki tæki­færi til að tala.“

Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðingur og stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. …
Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðingur og stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún er stuðningskona Áslaugar Örnu. Ljósmynd/SFS

„Það er ekki lýðræðis­legt

Þá seg­ir Birta að ekki hafi verið gefið færi á breyt­ing­ar­til­lög­um og að venju­leg fund­ar­sköp hafi ekki verið virt á fund­in­um, sem henni þykir mjög sér­stakt.

„Það er greini­legt að vilji fund­ar­stjóra stóð ekki til þess að fé­lagsmenn gætu fengið að gera at­huga­semd­ir við list­ann og að fé­lag­ar fengju að segja til um val á list­ann, sem er mjög sér­stakt því fund­ur­inn staðfest­ir valið. Þetta er und­ir flokks­mönn­um en ekki stjórn­inni og það má gera at­huga­semd við það. Það er ekki þannig að stjórn­in ein geti tekið ein­hliða ákvörðun um hverj­ir fá að sitja lands­fund. Það er ekki lýðræðis­legt og ekki í anda Sjálf­stæðisflokks­ins að mínu mati,“ seg­ir Birta.

Þá seg­ir hún sér­stakt að fólk hafi ekki fengið skýr­ing­ar á vali stjórn­ar Heimdall­ar á lands­fund­ar­full­trúm, sér­stak­lega í ljósi þess að formaður stjórn­ar­inn­ar sé aug­ljós­lega ekki hlut­laus.

Að sögn Júlíusar fengu virkir félagsmenn sæti sem og þeir sem hafa sérstaka tengingu við félagið, eins og fyrrverandi formenn Heimdallar. Segir hann að fulltrúar Heimdallar á landsfundi sé fólk sem sé líklegt til að kjósa Guðrúnu og Áslaugu Örnu. Landsfundarfulltrúar hafi ekki verið valdir út frá því hvern þeir styðji sem næsta formann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert