„Um miðja næstu viku er von á að vindur verði suðaustlægari og þá mun bæði væta og meiri hlýindi leita til okkar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Um helgina verður hiti um eða undir frostmarki, en 0 til 5 stig við suður- og vesturströndina.
„Von er litlum breytingum fram yfir helgi. Hæð yfir Norðaustur-Grænlandi og lægðasvæði all langt suðvestur í hafi beina til okkar austlægri átt, víða 5-13 m/s en allhvasst eða hvasst allra syðst. Austanáttinni fylgja dálítil él á Suðaustur- og Austurlandi, en á vestanverðu landinu er þurrt og víða bjart veður,“ segir í hugleiðingunum.