Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna komust áfram

Júlí og Dísa komust áfram með lagið Eldur. Bjarni Arason …
Júlí og Dísa komust áfram með lagið Eldur. Bjarni Arason komst áfram með lagið Aðeins lengur og Tinna komst áfram með lagið Þrá. Samsett mynd/MummiLu

Þau sex atriði sem munu keppa í úr­slita­keppni Söngv­akeppni sjón­varps­ins næsta laug­ar­dag liggja nú fyr­ir eft­ir að Júlí og Dísa, Bjarni Ara­son og Tinna komust áfram í úr­slit í kvöld.

Söngv­akeppnip­arið Júlí og Dísa komust áfram með lagið Eld­ur. Bjarni Ara­son komst áfram með lagið Aðeins leng­ur og Tinna með lagið Þrá.

Júlí og Dísa fluttu lagið Eldur.
Júlí og Dísa fluttu lagið Eld­ur. Ljós­mynd/​MummiLu
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni Arason keppir …
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni Ara­son kepp­ir í söngv­akeppn­inni en árið 1992 lenti hann í öðru sæti með lagið Kar­en. Ljós­mynd­ari/​MummiLu
Tinna komst áfram með lagið Þrá.
Tinna komst áfram með lagið Þrá. Ljós­mynd/​MummiLu

Þau munu því keppa við VÆB, Stebba Jak og Ágúst, sem báru sig­ur úr být­um í síðustu undan­keppni.

Dóra og Dag­ur Sig komust aft­ur á móti hvor­ugt áfram í undan­keppni kvölds­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert