Þau sex atriði sem munu keppa í úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins næsta laugardag liggja nú fyrir eftir að Júlí og Dísa, Bjarni Arason og Tinna komust áfram í úrslit í kvöld.
Söngvakeppniparið Júlí og Dísa komust áfram með lagið Eldur. Bjarni Arason komst áfram með lagið Aðeins lengur og Tinna með lagið Þrá.
Þau munu því keppa við VÆB, Stebba Jak og Ágúst, sem báru sigur úr býtum í síðustu undankeppni.
Dóra og Dagur Sig komust aftur á móti hvorugt áfram í undankeppni kvöldsins.