Tveir vinna 40 milljónir hvor

Miðarnir voru báðir keyptir í Lottó-appinu.
Miðarnir voru báðir keyptir í Lottó-appinu. mbl.is/Karítas

Tveir heppn­ir miðahaf­ar í Lottó skiptu með sér 1. vinn­ingi í út­drætti kvölds­ins og fær hvor þeirra tæp­ar 39,8 millj­ón­ir króna í sinn hlut.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Íslenskri get­spá. Miðarn­ir voru báðir keypt­ir í Lottó-app­inu.

Fimm miðahaf­ar voru með bónus­vinn­ing­inn og fær hver þeirra rétt rúm­ar 230 þúsund krón­ur í vinn­ing. Miðarn­ir voru keypt­ir á N1 á Eg­ils­stöðum, á vef lotto.is og þrír í Lottó app­inu.

Tveir miðahaf­ar voru með all­ar töl­ur rétt­ar og í réttri röð í Jókern­um og fær hvor þeirra 2,5 millj­ón­ir króna í vas­ann. Ann­ar miðinn var keypt­ur á Olís í Norðlinga­holti en hinn miðinn er í áskrift.

Þá voru tíu miðahaf­ar með 2. vinn­ing og hlýt­ur hver þeirra 125.000 krón­ur í vinn­ing. Miðarn­ir voru keypt­ir á N1 við Aust­ur­veg á Sel­fossi, N1 í Borg­ar­nesi, í Holta­nesti í Hafnar­f­irði, þrír miðar í Lottó app­inu, tveir miðar á vef lotto.is og tveir miðanna eru í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert