Fimmtán ára piltur var rændur af sex manna hópi drengja skammt frá Smáralind í gær.
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Pilturinn var á gangi með vini sínum þegar hópur drengja kemur upp að þeim og hótar þeim. Vinur piltsins náði að hlaupa á brott og hringja í lögregluna.
Hópurinn hótaði drengnum ofbeldi ef hann gæfi þeim ekki úlpuna sína. Drengurinn fór úr úlpunni, en í henni voru einnig Airpods heyrnartól.
Ekki er talið að tengsl séu á milli gerendanna og þolandans. Gerendurnir eru af erlendu bergi brotnir. Jóhannes segir málið vera í rannsókn hjá lögreglu.