Baukarnir burt: Strætó hættir að taka við reiðufé

Frá því í desember hefur verið hægt að borga ­með …
Frá því í desember hefur verið hægt að borga ­með greiðslukorti um borð í öll­um vögn­um Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/Hari

Strætó hætt­ir að taka við reiðufé frá og með 1. júní 2025. Á sama tíma á að fjölga sölu­stöðum á stræ­tómiðum til að tryggja aðgengi þeirra sem ekki nota snjallsíma.

Þetta kem­ur fram í nýj­ustu fund­ar­gerð stjórn­ar Strætó und­ir liðnum „út­fös­un bauka“. Á stjórn­ar­fundi byggðasam­lags­ins þann 31. janú­ar benti fram­kvæmda­stjóri Strætó á að hlut­fall reiðufjár af far­gjalda­tekj­um hefði lækkað und­an­far­in ár​.

Frá því í des­em­ber hef­ur verið hægt að borga ­með greiðslu­korti um borð í öll­um vögn­um Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hægt að kaupa miða í sund­laug­um

Í skjali sem fylg­ir fund­ar­gerðinni kem­ur fram að í fe­brú­ar verði komið upp sölu far­gjalda í sund­laug­um í Reykja­vík, Kópa­vogi og Seltjarn­ar­nesi​. Auk þess eigi að finna fleiri hugs­an­lega rekstr­araðila til að efla net end­ur­söluaðila á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar er nefnt að ein­staka versl­an­ir og hót­el selji far­gjöld til gesta.

Sam­hliða út­fös­un­inni hyggst Strætó fara í markaðsher­ferð til að vekja at­hygli á því að bauk­arn­ir séu á leiðinni burt.

Um ára­mót­in hækkaði Strætó verð á stök­um far­gjöld­um fyr­ir full­orðna úr 650 kr. í 670 kr. í takt við áætlaða hækk­un neyslu­verðsvísi­tölu. Í byrj­un árs hóf Strætó einnig að sekta þá farþega sem greiða ekki far­gjald í stræt­is­vagna.

Hlut­fall reiðufjár í um­ferð við verga lands­fram­leiðslu var 2,1% í árs­lok 2022 en 1,8% í lok 2023. Þá voru 9,3% af öllu pen­inga­magni í um­ferð í formi reiðufjár að virði tæp­lega 76 millj­arða króna og hafði lækkað um 5 millj­arða frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert