Enn ekkert heyrst frá Jens Garðari

Jens Garðar Helgason hugðist nýta stóran fund sjálfstæðismanna, svokallað kjördæmisþing, á Húsavík um helgina til að vega og meta kosti þess að bjóða sig fram til varaformanns.

Enn hefur enginn lýst yfir slíku framboði.

Hyggst ekki reyna við formanninn

Þetta kom fram í viðtali við Jens Garðar í Spursmálum á föstudag. Þar útilokaði hann framboð til formanns en nú hafa þær Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lýst yfir að þær vilji taka við keflinu úr hendi Bjarna Benediktssonar sem lætur af embætti eftir nærri 16 ára embættistíð í formannssætinu.

Jens Garðar segist hins vegar vera opinn fyrir því að taka að sér embætti varaformanns. Bendir hann á að það liggi ekkert á því fyrir hugsanlega frambjóðendur að lýsa yfir framboði á þessum tímapunkti.

Viðtalið við Jens Garðar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en þar mætti hann til leiks ásamt Brynju Dan Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Garðabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert