Fær að áfrýja til Landsréttar

Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal hérðasdóms í desember.
Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal hérðasdóms í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur sem var dæmdur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans árið 2021, hefur fengið leyfi frá Landsrétti að áfrýja dómnum.

Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinu, við mbl.is. 

Steina var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þátt sinn í dauða sjúklings í desember á síðasta ári en henni var þó ekki gerð refsing. Var það í annað sinn sem héraðsdómur tók mál Steinu til meðferðar en hún var í fyrstu sýknuð þar sem héraðsdómur taldi sannað að það hefði ekki verið ásetningur hennar að verða sjúklingnum að bana. 

Dómurinn var þó ómerktur í Landsrétti og var vísað aftur til meðferðar og dómsálagningar í héraðsdómi að nýju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert