Áfram er austlæg átt á landinu en víða verða 5-13 m/s en 13-20 m/s syðst. Það verða dálítil él suðaustan- og austanlands, annars þurrt og bjart veður.
Vindur verður hægari seinni partinn í dag og hitinn verður 0-5 stig að deginum sunnan heiða, en yfirleitt frost á bilinu 0-5 stig norðan til. Það bætir smám saman í úrkomu um sunnanvert landið í kvöld og nótt og hlýnar.
Á morgun verða suðaustan og austan 10-12 m/s, hvassast syðst. Það verður rigning með köflum syðra, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hitinn verður verður 4-10 stig á landinu seint á morgun.