Komið hefur upp enn önnur hópsýking eftir þorrablót sem haldið var um helgina.
Þorrablótið var haldið á Brúarási á Fljótsdalshéraði á laugardag.
Heilbrigðisstofnun Austurlands segir í tilkynningu að unnið sé að greiningu sýna og mögulegra smitvalda í góðri samvinnu við þá sem hlut eiga að málinu.
Tekið er fram að svo virðist sem enginn hafi orðið alvarlega veikur. Er fólk þó beðið um að tilkynna möguleg einkenni til landlæknis.
Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar upp komu hópsýkingar í tengslum við tvö þorrablót á Suðurlandi.