„Stjórnin skuldar þjóðinni skýringu“

Ríkissjórnin.
Ríkissjórnin. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ríkisstjórnin skuldar þjóðinni skýringu á því hvað felst í orðunum „framhald viðræðna“ í nýjum stjórnarsáttmála,“ sagði Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, á málþingi félags sjálfstæðismanna um fullveldismál í Valhöll í gær.

Hann rifjaði upp í ræðu sinni upphaf og endalok aðildarviðræðna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og ESB á árunum 2009-2013 og sagði það liggja fyrir að Ísland væri ekki lengur umsóknarland.

„Það er frumskilyrði að til þjóðaratkvæðagreiðslu sé gengið um málefni sem kynnt er og lagt fyrir á skýran og ótvíræðan hátt. Þess vegna kemur ekki til álita að greidd séu atkvæði um framhald viðræðna sem siglt var í strand árið 2011 og voru síðan settar á ís í janúar 2013. Jafnvel Össuri Skarphéðinssyni kæmi ekki einu sinni til hugar að bræða ísinn af hræinu sem hann lagði til hvílu í janúar 2013.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka