Aðstoðuðu öryggisverði við að vísa manni á brott

Maðurinn hafði haldið til húsa í verslunarmiðstöðinni.
Maðurinn hafði haldið til húsa í verslunarmiðstöðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslunarmiðstöð í Reykjavík í dag til að aðstoða öryggisverði við að vísa manni út sem hafði haldið til í húsnæðinu. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi, hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum sem keyrðu án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna auk annarra sem gerðust sekir um umferðarlagabrot. 

Einnig hafði lögreglan afskipti af þremur innbrotum, einu í geymslu í fjölbýlishúsi, öðru í kvikmyndahúsi og það síðasta var vegna innbrots í bifreið. 

Vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla

Lögreglustöð þrjú, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, handtók mann vegna eignaspjalla og er hann vistaður í fangageymslu. Var lögreglan einnig kölluð til vegna líkamsárásar í verslun. 

Lögreglan hafði einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um án réttinda og var hann í símanum við akstur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert