Birtingarmynd af skóla án aðgreiningar?

„Ég myndi segja að það sé búið að stíga inn …
„Ég myndi segja að það sé búið að stíga inn af miklum þunga,“ segir Árelía um viðbrögð borgarinnar eftir umfjöllun mbl.is og Morgunblaðsins um vandann í Breiðholtsskóla. Samsett mynd

Formaður skóla- og frí­stundaráðs seg­ir að of­beld­is- og eineltis­vand­inn í Breiðholts­skóla, sem um­fjöll­un mbl.is varpaði ljósi á fyr­ir rúmri viku, sé ef til vill birt­ing­ar­mynd stefnu mennta­yf­ir­valda um skóla án aðgrein­ing­ar.

Faðir barns í skól­an­um, sem mbl.is hef­ur rætt við, sendi skóla- og frí­stunda­sviði borg­ar­inn­ar ít­rekað tölvu­pósta þar sem hann reyndi að vekja at­hygli á al­var­leika vand­ans.

Formaður­inn, Árel­ía Ey­dís Guðmunds­dótt­ir, seg­ir að verið sé að stíga inn í málið af mikl­um þunga í kjöl­far um­fjöll­un­ar­inn­ar. Hún seg­ir þó erfitt að meta af hverju skóla­yf­ir­völd hafi ekki áttað sig fyrr á vand­an­um.

Ráðið kem­ur sam­an til sér­staks auka­fund­ar á morg­un, miðviku­dag, þar sem ein­göngu á að taka fyr­ir of­beld­is- og einelt­is­mál.

Afar sjald­gæft

Að sögn Árel­íu var boðað til fund­ar­ins í gær, í ljósi þeirr­ar miklu umræðu sem spratt upp í kjöl­far þess að mbl.is og Morg­un­blaðið greindu frá vand­an­um mánu­dag­inn 10. fe­brú­ar.

Fund­ur ráðsins sem var á dag­skrá í síðustu viku var felld­ur niður vegna meiri­hlutaviðræðna.

Hef­ur of­beld­is- og eineltis­vand­inn í Breiðholts­skóla áður verið til umræðu í ráðinu?

„Nei. Við höf­um rætt of­beld­is- og einelt­is­mál per se, en ekki Breiðholts­skóla sér­stak­lega. Það er í raun afar sjald­gæft að við tök­um til umræðu ein­staka skóla, nema það ger­ist eitt­hvað eins og með þess­um hætti,“ seg­ir Árel­ía og tek­ur fram að málið hafi þó verið til vinnslu inn­an sviðsins í tölu­verðan tíma.

Vissi af vanda­mál­inu

En hef­ur þú vitað af þess­um vanda?

„Já. Það er þannig að ég, sem formaður skóla- og frí­stundaráðs, er mjög oft meðvituð um ein­hvern vanda sem kem­ur til, og það er þá vegna þess að það er hugs­an­legt að sviðsstjóri ræði það við mig og við för­um yfir stöðuna á mál­inu, eða þá að það sé haft sam­band við mig, og í öll­um til­fell­um þegar það er haft sam­band við mig, þá fylgi ég því eft­ir.“

Skóla- og frí­stunda­svið virðist nú vera að bregðast við þess­um vanda með ein­hverj­um aðgerðum. Hverj­ar eru þær?

„Það er í fyrsta lagi búið að halda fundi með for­eldr­um. Það er búið að halda fundi með starfs­mönn­um og setja inn stuðning fyr­ir stjórn­end­ur og það er búið að setja inn stuðnings­full­trúa og kennsluráðgjafa.“

Bæt­ir hún við að svo­kölluð Suðurmiðstöð borg­ar­inn­ar, ein fjög­urra, hafi einnig komið að mál­inu með frek­ari stuðning, auk þess land­steym­is sem komið var á fót með ný­leg­um far­sæld­ar­lög­um.

„Ég myndi segja að það sé búið að stíga inn af mikl­um þunga.“

Víðtæk­ara sam­fé­lags­mál

Er þetta allt bara á síðustu viku eða svo, frá því greint var frá vand­an­um?

„Já, stærsti hlut­inn af þessu. Auðvitað var búið að vinna í þessu. Hverf­is­skrif­stof­an var búin að vera að vinna með þetta mál og þeir fagaðilar. En þess­ar aðgerðir núna, já.“

Árel­ía seg­ir að sér finn­ist sem horfa þurfi á þetta sem víðtæk­ara sam­fé­lags­mál.

„Við erum að tak­ast á við fleiri mál sem snúa að of­beldi meðal barna. Við höf­um nátt­úru­lega frá fornu fari tek­ist á við einelti með ein­um eða öðrum hætti. En eins og hef­ur bara birst, und­an­far­in ár – frá því ég tók við, það eru þrjú ár – þá höf­um við haft þung­ar áhyggj­ur og aðgerðir gagn­vart ung­linga­menn­ingu.“

Sam­fé­lagið þurfi að nema staðar og velta fyr­ir sér hvernig hægt sé að stemma stigu við þess­ari þróun.

„Þetta hef­ur nátt­úru­lega líka komið fram mjög sterkt í umræðum kenn­ara og skóla­stjórn­enda, sem hafa und­an­farið lýst því hvernig þetta sé þyngri róður.“

Ekki látið málið af­skipta­laust

Þó að þið stígið inn af þess­um þunga núna, og það má vona að allt sé á réttri leið – hef­ur borg­in ekki brugðist í þessu máli?

„Við erum alla vega – við sjá­um það alla vega núna að það sem við vor­um að gera dugði ekki til. Hugs­an­lega hefðum við átt að stíga fast­ar niður.

En þetta er eitt af því sem er – í mann­anna öll­um verk­um, þá get­ur verið erfitt að meta: Hvenær erum við að gera nóg? En eft­ir á að hyggja þá sjá­um við: Nei, við hefðum kannski átt að gera meira fyrr.

En þetta er ekki þannig að við höf­um látið þetta af­skipta­laust. Eins og með allt, þá get­ur maður séð kannski eft­ir á að það hefði kannski mátt stíga inn af meiri þunga fyrr.“

Innan skólakerfis borgarinnar gætti óánægju með umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is …
Inn­an skóla­kerf­is borg­ar­inn­ar gætti óánægju með um­fjöll­un Morg­un­blaðsins og mbl.is 10. fe­brú­ar, sem varpaði ljósi á vand­ann, hratt af stað mik­illi umræðu og varð til þess að skóla­yf­ir­völd brugðust við með aðgerðum. mbl.is/​Karítas

Kannski ekki meðvituð um ann­an stuðning

Þetta mál fær­ist í brenni­dep­il þegar við töl­um við for­eldra fjög­urra barna í skól­an­um, í Morg­un­blaðinu á mánu­dag, sem greina frá of­beldi, einelti og úrræðal­eysi skóla­yf­ir­valda. Svo koma kenn­ar­arn­ir og starfs­fólk núna á föstu­dag­inn og staðfesta allt þetta, segja sína hlið og lýsa sama úrræðal­eysi skóla­yf­ir­valda. Hvernig svarið þið því?

„Ég held að það sem þarna blasi við sé í raun­inni – við þurf­um að átta okk­ur á því að við erum kannski að fást við eitt­hvað ein­stakt mál, eins og þarna. Það sem blas­ir við er að þeir sem eru í skól­an­um upp­lifa það sem úrræðal­eysi þegar ekki hef­ur tek­ist að koma í veg fyr­ir þetta. 

Sem nátt­úru­lega reyn­ist rétt að því leyti til að at­b­urðarás­in stopp­ar ekki. Þannig að í raun­inni má segja að í báðum til­fell­um hafi þau rétt fyr­ir sér. Bæði for­eldr­ar og þeir sem í skól­an­um starfa hafa rétt fyr­ir sér, að því leyti til.

En þau kannski eru held­ur ekki meðvituð um með hvaða hætti sé búið að vera að setja inn stuðning. Því að stuðning­ur, sér­stak­lega þegar kem­ur að börn­um og ein­stök­um mál­um – hann get­ur reynst vera til staðar þrátt fyr­ir að fólk sé ekki meðvitað um það.“

Kom­in að öðru stóru máli

Þegar þú tal­ar um að setja inn stuðning, hvað þýðir það?

„Svona mál varða í raun­inni þrennt. Þau varða skól­ann, svo varða þau vel­ferðina – barna­vernd­ina. Far­sæld­in, þarna er far­sæld­in sem þarf að koma inn. Þannig að þrátt fyr­ir að verið sé að vinna að úr­lausn­ar­efn­um, þá er ekki endi­lega þannig að all­ir séu meðvitaðir um það.“

En ef kenn­ar­ar, starfs­fólk og for­eldr­ar segja öll sömu sög­una af úrræðal­eysi í kerf­inu – eins og aðstoðarskóla­stjór­inn seg­ir okk­ur, að það vanti kannski bara fleiri sér­skóla. Það vanti ein­hvern stað fyr­ir börn sem eru með hegðun­ar­vanda. Ein­hvern sér­hæfðan skóla, þar sem hægt er að taka á þessu. Þau eru öll að lýsa þess­um vanda. Þá er varla hægt að svara því með því að segja að þau viti ekki al­veg hvað sé verið að gera á bak við tjöld­in.

„Nei, alls ekki. Og það má alls ekki taka því þannig. Ég bara meina, af hverju þetta birt­ist svona gagn­vart þeim. En þá erum við kom­in að öðru stóru máli, sem er skóli án aðgrein­ing­ar,“ seg­ir Árel­ía og vís­ar til ríkj­andi stefnu í ís­lensku mennta­kerfi sem orðið hef­ur um­deild­ari að und­an­förnu.

Birt­ing­ar­mynd af skóla án aðgrein­ing­ar

„Þetta er í raun­inni kannski ein­hvers kon­ar birt­ing­ar­mynd af skóla án aðgrein­ing­ar, sem er bara stærri póli­tísk spurn­ing. Við erum nátt­úru­lega búin að samþykkja skóla án aðgrein­ing­ar, og rek­um skól­ana okk­ar með þeim hætti, og það er þá í raun­inni önn­ur spurn­ing hvort það sé eitt­hvað sem við vilj­um breyta.

En við erum kom­in mjög langt og það hef­ur gengið mjög vel. Við stönd­um samt núna frammi fyr­ir fjöl­breytt­ari vanda.“

En það hef­ur nátt­úru­lega ekki gengið vel, ef maður horf­ir á ár­ang­ur ís­lenskra nem­enda í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Þá hef­ur gengið illa.

„Já, við kom­um illa út. Það er bara þannig. Við erum ekk­ert að syk­ur­húða það. En það sem gleym­ist í þess­um sam­an­b­urði er í fyrsta lagi að við höf­um verið að fara í gegn­um ör­ari sam­fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar – eins og þetta dæmi er um – held­ur en nokk­ur önn­ur lönd hafa farið í gegn um.“

„Gjör­sam­lega breytt­ar for­send­ur“

Árel­ía bend­ir á að í sí­felld­um sam­an­b­urði við Norður­lönd­in sé oft ekki tekið með í reikn­ing­inn að sam­fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar þar, sem snúi að fjöl­breytt­ara sam­fé­lagi, hafi átt sér stað yfir miklu lengra tíma­bil en hér á landi.

„Þannig að við erum í raun­inni með gjör­sam­lega breytt­ar for­send­ur, þar sem tutt­ugu pró­sent af okk­ar nem­end­um tala ekki ís­lensku eða eru með ann­an tungu­mála­bak­grunn, sem ger­ir mörg aðkallandi verk­efni miklu stærri.“

Hvað varðar slæm­ar niður­stöður Íslands í PISA nefn­ir Árel­ía einnig að fá­menn­ir skól­ar á lands­byggðinni geti skekkt sam­an­b­urðinn.

„En við þurf­um að horf­ast al­gjör­lega í augu við það að þess­ar niður­stöður segja okk­ur sögu sem skipt­ir máli að tak­ast á við, eins og það að skerpa nátt­úru­fræðikennslu og á öðrum þeim þátt­um þar sem okk­ar nem­end­ur eru að koma verr út.“

Niður­stöður PISA eigi sér þó líka já­kvæðar hliðar, á borð við að ís­lensk­um nem­end­um líði al­mennt vel í skól­an­um og að þeir treysti al­mennt kenn­ur­um sín­um bet­ur.

Árelía segir að horfast þurfi í augu við agaleysi í …
Árel­ía seg­ir að horf­ast þurfi í augu við aga­leysi í grunn­skól­um. mbl.is/​Karítas

Raun­veru­leik­inn í hverj­um bekk

Föll­umst á að þess­ar sam­fé­lags­legu breyt­ing­ar geti verið stór hluti af ástæðunni fyr­ir slæmu gengi ís­lenskra barna í PISA. Hlut­falls­lega færri tali hér málið en áður og að aukn­ar áskor­an­ir séu í kerf­inu. Samt sem áður er hlut­fall af­burðanem­enda mjög lágt hér í þess­um sama alþjóðlega sam­an­b­urði. Þess­ar breyt­ing­ar ættu ekki að valda því endi­lega.

„Já, ég veit það. Það er eitt af því sem við þurf­um að skoða. Það er, af hverju sjá­um við fækk­un í þeirra röðum. Það skipt­ir máli að reyna að finna út úr því og það eru alls kon­ar þætt­ir sem geta haft þar áhrif.

Ég er al­veg sam­mála því. Við get­um líka bara sagt að raun­veru­leik­inn í hverj­um bekk fyr­ir sig er þannig að það get­ur verið erfiðara að finna þá sem eru annað hvort yf­ir­burða eða draga sig aft­ur úr.“

Stönd­um við á kross­göt­um?

Og þá erum við aft­ur að tala um stefn­una um skóla án aðgrein­ing­ar. Erum við kannski kom­in á ein­hverj­ar kross­göt­ur og þurf­um að horf­ast í augu við hvort við vilj­um halda áfram á þeirri braut?

Árel­ía vill hvorki játa því né neita en seg­ir að horfa þurf­ist einnig í augu við aga­leysi í grunn­skól­un­um.

„Það tek­ur ís­lensk­an kenn­ara ell­efu mín­út­ur að ná þögn í skóla­stofu, sem er mun lengri tími en ann­ars staðar. Við erum í þessu sam­fé­lagi sem hef­ur byggst á frelsi, sem er frá­bært, en við verðum líka að átta okk­ur á að það er ákveðið aga­leysi og virðing­ar­leysi gagn­vart skóla­starfi sem hef­ur viðgeng­ist hérna á Íslandi.

Þetta ger­ir það að verk­um að starfið inn­an skól­anna verður mjög þungt. Að ég tali ekki um þegar við erum líka í þeirri stöðu að kenn­ar­ar, eins og hef­ur verið lýst, þori hrein­lega ekki að beita sér vegna þess að þú átt alltaf á hættu að fá á þig kæru.

Við þurf­um ein­hvern veg­inn að taka hönd­um sam­an um að mynda skjald­borg utan um skól­ana, hefja skóla­starfið og kenn­ar­ann til vegs og virðing­ar aft­ur, þannig að kenn­ar­ar geti viðhaldið aga. Þetta er bara ein­hver þróun sem hef­ur átt sér stað á til­tölu­lega löng­um tíma. Þetta er ekki eitt­hvað sem hef­ur gerst á þrem­ur árum.“

Af hverju sáum við það ekki fyrr?

Þú tal­ar um að þið séuð núna að stíga inn af mikl­um þunga, sem verður að telj­ast já­kvætt. En bend­ir sá þungi ekki til þess að þessi vandi hafi verið trassaður. Að þetta ör­ygg­is­leysi og þessi van­mátt­ur, sem for­eldr­ar og kenn­ar­ar upp­lifa, hafi verið á rök­um reist­ur.

„Nei, ja, sko,“ svar­ar Árel­ía og tek­ur dæmi sem hún seg­ir þó óskylt mál­inu.

„Segj­um sem svo að þú fáir inn starfs­mann, sem tekst á ótrú­lega skömm­um tíma að eyðileggja frá­bæra menn­ingu sem þú ert með. Þá sérðu það yf­ir­leitt eft­ir á, að þú hefðir átt að taka miklu fyrr á vand­an­um.

Þetta er bara ná­kvæm­lega það sama. Við erum alltaf að reyna að fara mildi­lega inn og bera virðingu fyr­ir þeim sem það á við, sem eru þá börn­in, kenn­ar­inn, skól­inn og allt þetta. Svo þarna sjá­um við eft­ir á: Já, bíddu, við hefðum átt að taka miklu fyrr í taum­ana.“

Hún seg­ist geta full­kom­lega viður­kennt að sú sé raun­in í þessu máli.

„Það er eng­inn að ef­ast um það. Við erum öll sam­mála um það. En af hverju sáum við það ekki fyrr? Það er svo­lítið erfitt að meta það. Maður sér það bara alltaf eft­ir á. 

En í öll­um okk­ar skól­um erum við að bregðast við og það er aðallega það, sem skipt­ir máli gagn­vart okk­ar stjórn­end­um, sem eru hundrað og fimm­tíu tals­ins. Að þeir upp­lifi það að við séum ekki kerfi sem hrein­lega læt­ur þau ein­hvern veg­inn al­ein.

Svo ég tali nú ekki um for­eldr­ana, sem ein­hvern veg­inn eng­inn er að grípa.“

Árelía talar um gjörsamlega breyttar forsendur í grunnskólunum.
Árel­ía tal­ar um gjör­sam­lega breytt­ar for­send­ur í grunn­skól­un­um. mbl.is/​Eyþór

Dap­ur­legt þegar greint var frá vand­an­um

Eins og áður sagði var fyrst greint frá vand­an­um í Breiðholts­skóla með viðamik­illi um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu mánu­dag­inn 10. fe­brú­ar, þar sem rætt var við for­eldra fjög­urra barna auk aðstoðarskóla­stjóra skól­ans og þannig reynt að varpa ljósi á báðar hliðar máls­ins.

Segja má að um­fjöll­un­in hafi hrundið af stað aðgerðum í skóla­kerfi borg­ar­inn­ar og orðið til stór­auk­inn­ar vit­und­ar­vakn­ing­ar um of­beldi á meðal barna. Þá hef­ur Alþingi tekið málið fyr­ir.

Samt sem áður bar á óánægju inn­an skóla­kerf­is­ins með um­fjöll­un­ina.

Björn Gunn­laugs­son, skóla­stjóri Laug­ar­nesskóla, sagði þannig að það væri „alltaf jafn dap­ur­legt þegar fjöl­miðlar taka sig til og birta ein­hliða frá­sagn­ir fólks úti í bæ af því hvað gangi á inni í hinum eða þess­um skóla, vit­andi að skól­inn sjálf­ur má ekki leiðrétta rang­færsl­ur eða yf­ir­höfuð tjá sig um ein­stök mál“.

Starfs­fólk skól­ans hef­ur í kjöl­farið stigið fram og lýst því sama og for­eldr­arn­ir og aðstoðarskóla­stjór­inn höfðu þegar gert. Það er, að viðvar­andi of­beld­is- og eineltis­vandi væri inn­an veggja skól­ans og að skóla­yf­ir­völd skorti úrræði til að tak­ast á við hann.

Get­ur alltaf komið fyr­ir

„Vönduð fjöl­miðlaum­fjöll­un um þau mál sem koma upp get­ur orðið til þess að ekki síst vekja al­menn­ing til vit­und­ar um það sem er að ger­ast. Það er bara vont þegar hún bein­ist ein­hvern veg­inn gegn ein­hverj­um, býr til ein­hverja óvini og vini,“ seg­ir Árel­ía.

Að lok­um tek­ur hún fram að í skól­um borg­ar­inn­ar sé frá­bært fag­fólk að störf­um sem sé að gera sitt besta.

„En svona get­ur alltaf komið fyr­ir, eins og þarna. Og er alls staðar, þar sem menn­irn­ir vinna sam­an. Því miður þá var þetta búið að vera of lengi. Það er eng­inn að draga fjöður yfir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert