Ræstitækni hafnar ásökunum Eflingar

Ræstitækni svarar ásökunum Eflingar.
Ræstitækni svarar ásökunum Eflingar. shironosov

Stjórnendur fyrirtækisins Ræstitækni ehf. neita ásökunum stéttarfélagsins Eflingar varða fyrirtækið. 

Efling sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að stjórnendur Ræstitæknis hafi viðhaft óeðlileg afskipti af störfum Andreinu Edwards Quero, trúnaðarmanns Eflingar hjá Ræstitækni.

Tilkynningin var birt eftir að Andreina fór í viðtal til RÚV síðastliðinn föstudag. Í

Segir meðal annars að Andreina hafi verið kölluð á fund þriggja yfirmanna fyrirtækisins þar sem henni var tjáð að hún ætti ekki að eiga í beinum samskiptum við vinnufélaga sína um kjaramál heldur yrði hún að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Segir Efling að þetta sé brot á réttindum verkafólks. 

Þessu neita forsvarsmenn Ræstitæknis en í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér segir að Andreina hafi verið boðið á umræddan fund þar sem „henni var góðfúslega bent á“ að starfsmenn fyrirtækisins störfuðu eftir tímavinnusamningi en ekki samningi um ákvæðisvinnu og var Andreina beðin um að leiðrétta þennan misskilning. 

Neitað að sækja trúnaðarmannanámskeið

Í tilkynningu Eflingar er því jafnframt haldið fram að Andreinu hafi verið neitað að sækja trúnaðarmannanámskeið, þvert á ákvæði kjarasamninga. Ræstitækni heldur því aftur á móti fram að henni hafi ekki í nokkru tilviki verið neitað að sækja slíkt námskeið.

Stjórnendur fyrirtækisins hefðu farið fram á við Eflingu að Andreina fengi túlk á námskeiðið, þar sem það fór fram á íslensku og ensku en á þeim tíma talaði hún tungumálin tvö lítið sem ekkert. 

Segir jafnframt í tilkynningu Eflingar að sama dag og Andreina hélt starfsmannafund, til að kynna starfsfólki réttindi þess og bjóða þeim aðstoð Eflingar við að kanna kjör þeirra, hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Eru þau sögð vera vinir Andreinu og hafa tjáð sig opinberlega um réttindamál í fyrirtækinu. 

Ræstitækni segir að umræddur fundur hafi ekki verið boðaður með lögmætum hætti og að uppsögn umræddra starfsmanna hafi verið almenns eðlis en ekki haft neitt að gera með Andreinu eða almenna kjarabaráttu starfsmanna. 

Sögð hafa brotið munnlegt samkomulag

Þá segir einnig að lögmaður Eflingar hafi gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en að Ræstitækni hafi brotið þetta loforð. 

Þetta segja stjórnendur Ræstitæknis ekki vera rétt. 

„Lögmenn Eflingar báðu stjórnendur Ræstitækni um að skrifa bréf og rökstyðja það að við töldum að Andreina ætti að fá lengri rétt til fæðingarorlofs vegna þess að við höfðum nú þegar gert ráðstafnir varðandi breytingu á vinnutíma og skilyrðum en þrátt fyrir það hafi ekki tekist að tryggja henni viðunandi starfsaðstæður í samræmi við veikindi hennar á meðgöngu að þeirra sögn. Fyrirtækið fékk Vinnuvernd til að framkvæma áhættumat til þess að meta vinnuaðstæður hennar vegna þungunar og á grundvelli þess lögðum við til breytingar á vinnuskilyrðum hennar,“ segir í tilkynningu Ræstitæknis.

„Fyrirtækið hafði ítrekað boðið henni að skipta um plan þar sem styttra var í salerni, minna af stigum og vera nær starfsstöð fyrirtækisins en hún þáði ekki. Hún þáði þó klukkustund í aukið hlé við sínar kjarasamningsbundnar pásur og hafði því samtals eina og hálfa klukkustund í kaffi/mat/pásur. Við gátum ekki rökstutt það að þær ráðstafanir sem fyrirtækið hafði gripið til hafi ekki verið fullnægjandi, þó að fyrirtækið var tilbúið að veita henni leyfi frá störfum. Þess má geta að umræddur starfsmaður fékk launað leyfi á meðan málið var til skoðunar en ekki lá fyrir vottorð um viðvarandi veikindi eða sjúkdóm.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert