Telja líkur enn vaxandi á öðru eldgosi

Veðurstofan horfir til líkanreikninga og telur vaxandi líkur á öðrum …
Veðurstofan horfir til líkanreikninga og telur vaxandi líkur á öðrum atburði. mbl.is/Hákon

Landris heldur áfram við Sundhnúkagígaröðina þó að hægst hafi örlítið á því á síðustu vikum.

Frá þessu greinir Veðurstofan í tilkynningu og segir líkanreikninga sýna að kvikusöfnun nálgist miðgildi þess rúmmáls sem talið sé þurfa til að hleypa af stað kvikuhlaupi eða eldgosi.

Jarðskjálftavirkni er sögð hafa verið nokkur stöðug í þessum mánuði, þ.e. um fimm skjálftar á dag eða færri.

Af öllu þessu megi álykta að líkur fari vaxandi á að draga taki til tíðinda innan nokkurra daga eða vikna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert