Auknar líkur á skriðum og grjóthruni

Kjörvogshlíð, mynd frá 2024.
Kjörvogshlíð, mynd frá 2024. Ljósmynd/Davíð Már Bjarnason

Auknar líkur eru skriðum og grjóthruni á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Veðurstofan hefur aukið hættumat vegna þess.

Veðurspáin gerir ráð fyrir talsverðri úrkomu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum í dag og fram á morgun. Á sama tíma hlýnar, og hiti verður víða um 5°C, sem eykur yfirborðsrennsli vegna leysinga

Í kjölfar úrkomunnar má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum. Farvegir sem venjulega eru vatnslausir geta fyllst. Yfirborðshreyfingar, eins og grjóthrun, farvegabundnar aurskriður og jarðvegsskriður, geta átt sér stað skyndilega og fyrirvaralaust. Því er varað við dvöl undir bröttum hlíðum, og ástæða er til að sýna sérstaka aðgát á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert