Færeyingar leita að stjórnanda á Íslandi

Færeyski ríkismiðillinn Kringvarpið leitar að stjórnanda á Íslandi.
Færeyski ríkismiðillinn Kringvarpið leitar að stjórnanda á Íslandi.

Færeyski ríkismiðillinn Kringvarpið er í leit að nýjum stjórnanda, eins konar útvarpsstjóra þeirra Færeyinga. Fram kemur að leitað sé að traustvekjandi einstaklingi sem hafi reynslu úr fjölmiðlum og stjórnsýslu.

Athygli vekur að auglýsingin birtist hér á Íslandi en því ber þó að taka með fyrirvara. Færeyingar eru ekki endilega að leita að Íslendingi til að taka við keflinu heldur birtist auglýsingin á öllum Norðurlöndunum.

Sagt er að viðkomnandi einstaklingur þurfi að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu og sá sem sæki um þurfi að vera reiðubúinn að læra færeysku svo fljótt sem auðið er. 

Miðað er við að sem mest verði framleitt af innlendu efni. 

Starfið er fimm ára tímabundin ráðning og greitt er samkvæmt samningi Tænastumannafelags Landsins og Fíggjarmálaráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert