„Gangi ykkur vel“

Fundur borgarstjórnar Reykjavíkur stóð fremur stutt í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks höfðu lagt fram fjölda tillagna sem átti að taka fyrir samkvæmt dagskrá en var öllum frestað vegna yfirstandandi viðræðna um myndun nýs meirihluta.

Kosið var sérstaklega um frestun hverrar og einnar tillögu að ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Að lokum bað Einar Þorsteinsson, sem að líkindum hverfur úr embætti borgarstjóra á næstu dögum, um orðið undir liðnum fundarsköp.

Þar sagði hann að eðlilegt væri að veita borgarfulltrúum ráðrúm til að mynda meirihluta en minnti um leið á að brýn mál biðu afgreiðslu og umfjöllunar. Því væri mikilvægt að hægt væri að boða til borgarstjórnarfundar sem allra fyrst. „Það er brýnt að halda áfram. Þannig að, gangi ykkur vel,“ sagði Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert