Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað til annars neyðarfundar sem verður haldinn í dag.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun sækja fundinn í gegnum fjarskiptabúnað.
Þetta upplýsir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.
Á AFP-fréttaveitunni er greint frá því að leiðtogar frá um fimmtán löndum hafi verið boðaðir á fundinn og munu flestir leiðtogarnir sækja hann í gegnum fjarskiptabúnað.
Fundurinn er haldinn í ljósi þess að Bandaríkin og Rússland hófu viðræður um samning sem myndi sjá til þess að frið yrði náð í innrásarstríði Rússlands í Úkraínu. Fékk Úkraína hins vegar ekkert sæti við samningaborðið.
Búist er við að leiðtogar Belgíu, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Króatíu og Kanada sæki fundinn auk Íslands.