Kristrún tekur þátt í neyðarfundi Macrons

Kristrún mun sækja neyðarfund Macrons í dag.
Kristrún mun sækja neyðarfund Macrons í dag. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað til annars neyðarfundar sem verður haldinn í dag.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun sækja fundinn í gegnum fjarskiptabúnað.

Þetta upplýsir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.

Leiðtogar fimmtán landa

Á AFP-fréttaveitunni er greint frá því að leiðtogar frá um fimmtán löndum hafi verið boðaðir á fundinn og munu flestir leiðtogarnir sækja hann í gegnum fjarskiptabúnað.

Fundurinn er haldinn í ljósi þess að Bandaríkin og Rússland hófu viðræður um samning sem myndi sjá til þess að frið yrði náð í innrásarstríði Rússlands í Úkraínu. Fékk Úkraína hins vegar ekkert sæti við samningaborðið.

Búist er við að leiðtogar Belgíu, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Króatíu og Kanada sæki fundinn auk Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert