Lægð stýrir veðrinu í dag

Lægð stýrir veðrinu í dag.
Lægð stýrir veðrinu í dag.

Lægð suðvestur af landinu stýrir veðrinu í dag. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Á Suðausturlandi er útlit fyrir talsverða rigningu, en dregur víða úr úrkomu seint í dag, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands

Austlæg átt í fyrramálið, skýjað með köflum og dálítil væta við suðausturströndina. Síðdegis á morgun ganga skil yfir landið og gera má ráð fyrir rigningu um tíma í flestum landshlutum. Milt veður.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert