Margir mættu á opið hús: Mikill áhugi á sögufrægri eign

Gamli skólabær er með eldri húsum í Reykjavík.
Gamli skólabær er með eldri húsum í Reykjavík. Ljósmynd/FSRE

Mikill áhugi er á sögufrægri eign Há­skóla Íslands við Suður­götu og var góð mæting á opið hús á dögunum.

Þetta segir Hrund Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Framkvæmdasýslu – Ríkiseignum (FSRE), í samtali við mbl.is.

Eignin er 405 fermetrar og er ásett verð 465 milljónir króna.

Á lóðinni standa tvö hús, nýi Skóla­bær, stein­steypt og fal­legt ein­býl­is­hús hannað af Guðjóni Samú­els­syni og Hjálm­ari Sveins­syni árið 1928, og gamli Skóla­bær, báru­járnsklætt timb­ur­hús byggt af Valda Valda­syni árið 1867 og friðað árið 2012.

Nýi skólabær. Eignin er á besta stað í miðborginni og …
Nýi skólabær. Eignin er á besta stað í miðborginni og er 406 fermetrar. Ljósmynd/FSRE

Friðað árið 2012

Kvöð hvíldi á eigninni, sem gerði há­skól­an­um áður óheim­ilt að selja hana, þrátt fyrir að hún hafi lítið verið notuð að undanförnu.

„Húsið var gefið há­skól­an­um til ævar­andi eign­ar,“ sagði Krist­inn Jóhannesson við mbl.is þegar fjallað var um eignina fyrir rúmri viku.

Þurfti því að aflétta kvöðinni áður en hægt var að setja eignina á sölu.

Eign­ina má skoða bet­ur á fast­eigna­vef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert