Réttindalaus í 24 ár og stöðvaður af lögreglu

Tveir voru stöðvaðir sem höfðu verið réttindalausir árum saman.
Tveir voru stöðvaðir sem höfðu verið réttindalausir árum saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dagbók lögreglu frá því í nótt kemur fram að tilkynnt var um mann með ógnandi framkomu í miðborginni, hann var að öskra á fólk og sparka í bifreiðar. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem var tekin af honum skýrsla vegna brots á lögreglusamþykkt. Var hann látinn laus að viðræðum loknum.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir sem reyndust ekki með gild ökuréttindi. Það sem vakti sérstaka athygli er að annar ökumaðurinn hafði verið réttindalaus síðan 2007 og hinn síðan 2001 eða í 24 ár. Málin voru kláruð á vettvangi og ökumönnum ráðlagt að það væri löngu tímabært að endurnýja réttindin.

Sló bíl með hamri 

Í Hafnarfirði var tilkynnt um mann sem var að valda eignaspjöllum á bifreið með hamri. Þegar lögregla kom á vettvang þá sýndi aðilinn ógnandi hegðun, hann öskraði að lögreglu ókvæðisorð og neitaði að gera grein fyrir sjálfum sér. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður og síðar tekin skýrsla af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert