Segir kílómetragjald „óumflýjanlegt“

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Anton Brink

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að kílómetragjald verði tekið upp innan skamms. Það sé „óumflýjanlegt.“

Þetta kemur fram í samtali við RÚV

Þar segir að fyrirkomulagið verði kynnt í vikunni og er hugmyndin að það taki gildi um mitt ár.  

Olíugjald verður fellt niður og kílómetragjald kemur í staðinn. Sambærileg áform voru uppi hjá fyrri ríkisstjórn en ekki tókst að klára það mál fyrir kosningar. 

Haft er eftir Daða að um sanngjarna breytingu sé að ræða og að hún sé raunar óumflýjanleg. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert