Áfram hlýtt í veðri

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Hitinn verður 2 til 9 stig á landinu í dag í austan 8-15 m/s. Það verður rigning með köflum, einkum suðaustanlands, en yfirleit þurrt á Norður- og Norðausturlandi fram undir kvöld.

Á morgun verða austan eða suðaustan 5-13 m/s með vætu öðru hverju, en úrkomukomulítið norðaustanlands. Síðdegis á morgun snýst í norðanátt með rigningu eða slyddu, en styttir upp vestan til á landinu og það kólnar í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert