Rétt að dómstólar skeri úr um réttmæti greiðslanna

Ekki var rétt af fjármálaráðherra að byggja endanlega ákvörðun í styrkjamáli Flokks fólksins á lögfræðiálitum. Rétt hefði verið að krefjast endurgreiðslu og láta dómstóla úrskurða um réttmætið.

Þetta segir Einar Geir Þorsteinsson, lögfræðingur. Hann var gestur síðasta þáttar Spursmála þar sem rætt var um 240 milljóna króna styrkveitingar til Flokks fólksins úr ríkissjóði, sem greiddar voru út í trássi við lög.

Var leiðbeiningarskylda til staðar?

Byggði fjármálaráðherra ákvörðun sína meðal annars á því að stjórnvöld hefðu ekki leiðbeint Flokki fólksins nægilega í málinu. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda sé rík.

Inga Sæland, formaður flokksins var hins vegar einn af flutningsmönnum frumvarpsins sem lagði að lokum þær kvaðir á stjórnmálaflokka sem flokkur hennar reis ekki undir.

Þá hefur síðar verið upplýst að Flokkur fólksins fékk þrátt fyrir allt leiðbeiningar frá skattayfirvöldum í málinu. Flokkurinn brást hins vegar ekki við þeirri leiðsögn.

Viðtalið við Einar Geir má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert