Ekki alveg með á nótunum

Uppsöfnuð viðhaldsskuld á vegakerfinu nemur 10 milljörðum á ári síðastliðin …
Uppsöfnuð viðhaldsskuld á vegakerfinu nemur 10 milljörðum á ári síðastliðin 15-16 ár. Nauðsynlegt er að finna nýjar leiðir til fjármögnunar. mbl.is//Arnþór Birkisson

„Vandamálið nær aftur að efnahagshruninu þegar viðhald vega var stórlega skorið niður og hefur ekki náðst upp aftur. Þetta eru 15-16 ár þar sem viðhaldsféð hefur verið 10 milljarðar á ári þegar það hefði þurft að vera 20 milljarðar,“ segir Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas.

Vegakerfið á Íslandi er metið á 12.000 milljarða króna og segir Sigþór að út frá þeirri staðreynd sjáist hvaða upphæðir þurfi að fara í viðhald.

Kallar eftir langtímaáætlun

„Á síðasta ári voru lagðir 12 milljarðar í viðhald sem nemur einu prósenti af heildarfjárfestingu. Hámarksending svona vega er kannski 40 ár og þá að sjálfsögðu með viðhaldi á slitlögum. Af þessu sést að viðhaldsfé þarf að vera að minnsta kosti tvöfalt.“

Hann segir að ástandið eins og það er orðið kalli á langtímaáætlun. Staðan á vegakerfinu sé orðin þannig að Vegagerðin sé að missa vegina niður í niðurbrot og þá verði margfalt dýrara að byggja þá upp að nýju. Vegakerfið á Íslandi er 26.000 kílómetrar, 1.200 brýr, 14 jarðgöng, 4 flugvellir fyrir millilandaflug og 37 hafnir sem Vegagerðin sér um.

„Við erum fámenn þjóð í stóru landi og samgöngurnar eru reknar með mjög óhagkvæmum hætti. Þetta er flókið verkefni og því gríðarlega mikilvægt að reka þetta betur. Þó að við séum ein ríkasta þjóð í heimi þá er þetta þungur rekstur sem verður að taka til í. Mér finnst stjórnmálamennirnir ekki alveg vera með á nótunum um hvernig samfélagið er uppbyggt og hvernig þurfi að forgangsraða,“ segir Sigþór.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert