Hellti kveikjarabensíni yfir annan mann

Maðurinn er góðkunningi lögreglunnar.
Maðurinn er góðkunningi lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla handtók í dag karlmann sem hellti kveikjarabensíni yfir annan mann og hótaði að kveikja í honum. Hann er einnig grunaður um brot á lögum um útlendinga en maðurinn er af erlendu bergi brotinn.

Þetta segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Þarna eru tveir menn að deila og annar þeirra skvetti kveikjarabensíni á viðkomandi en ber ekki eld að honum,“ segir Unnar um atvikið sem gerðist í austurhluta Reykjavíkur.

Góðkunningi lögreglunnar

Hann segir að um sé að ræða erlendan mann sem sé með ríkisborgararétt hjá Schengen-ríki.

Er hann grunaður um brot á lögum um útlendinga fyrir að sinna ekki almennilega upplýsingaskyldu sinni.

Maðurinn er góðkunningi lögreglunnar að sögn Unnars. Hann er nú í annarlegu ástandi og verður því yfirheyrður á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert