Hótaði lögreglumanni lífláti

Maðurinn brást ókvæða við þegar lögreglan bar að garði.
Maðurinn brást ókvæða við þegar lögreglan bar að garði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður í Kópavogi hefur verið vistaður í fangaklefa eftir að hafa hótað lögreglumanni lífláti og hrækt í andlit hans.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Lögreglunni barst tilkynning um mann sem svæfi ölvunar og/eða vímuefnasvefni í bíl. Lögreglan gaf sig á tal við manninn en hann brást illa við og færa þurfti hann í lögreglutök. Aðilinn hótaði svo lögreglumanni lífláti og hrækti í andlit hans.

Yfir 50 eiga von á sekt

Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 5 til 17 í dag en alls voru 147 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á tímabilinu.

Yfir 50 ökumenn eiga von á sekt vegna hraðaksturs í morgunsárið.

Tvisvar var óskað eftir aðstoð lögreglu í Reykjavík vegna innbrots í bifreiðar og í öðru tilfellinu telur lögregla sig vita hver gerandinn sé.

Labbaði fyrir bíla með tónlist í eyrunum

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Reykjavík og tekin var vettvangsskýrsla.

„Tilkynnt um aðila vera að henda sér í veg fyrir bifreiðar. Lögregla gaf sig á tal við aðilann sem kvaðst hafa verið að hlusta á tónlist og ekki gætt að sér,“ segir í dagbók lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert