Margra ára bið eftir viðgerð á tröppum

Telja að hætta stafi af ástandi trappa, sérstaklega að vetri …
Telja að hætta stafi af ástandi trappa, sérstaklega að vetri til. mbl.is/sisi

Verkefnastjóra hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg hefur verið falið að skoða og meta ástand á tröppum norðan Seljaskóla í Breiðholti.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu fyrst tillögu í borgarráði fyrir tæpum átta árum, eða í júlí 2017, um að ráðist yrði í viðgerð á tröppunum en án árangurs.

„Er með ólíkindum hvað langan tíma virðist ætla að taka að ganga í þetta einfalda og sjálfsagða viðhaldsmál,“ bókuðu fulltrúar flokksins, þau Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 29. janúar sl.

Á þeim fundi var lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð á tröppum við Seljaskóla sem þeir lögðu áður fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs hinn 11. október 2023.

Hættulegar tröppur

Tillagan er svohljóðandi:

„Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir og endurbætur á steinsteyptum tröppum við norðanverðan Seljaskóla. Umræddar tröppur eru fyrir neðan Hnjúkasel og Kambasel og er hluti þeirra svo illa farinn að hætta stafar af, ekki síst þegar hálka myndast í þeim að vetrinum vegna frosts og snjóa. Jafnframt er lagt til að snjóbræðslukerfi verði sett í umræddar tröppur eða a.m.k. hluta þeirra.“

Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. Svar barst frá skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dagett 4. mars 2024.

Umsögnin var svohljóðandi:

„Á umræddu svæði eru þrír inngangar með steinsteyptum tröppum við hvern þeirra. Auk þess eru steinsteyptar tröppur í borgarlandinu. Tillögu um viðgerðir og endurbætur á þessu svæði hefur verið komið áfram til verkefnastjóra sem mun skoða, meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi svæðisins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert