Mun fara yfir byrlunarmálið

Logi Einarsson menningarmálaráðherra skundar af ríkisstjórnarfundi, en Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir …
Logi Einarsson menningarmálaráðherra skundar af ríkisstjórnarfundi, en Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að baki. mbl.is/Eyþór

Logi Einarsson menningarmálaráðherra hyggst fara yfir þátt Ríkisútvarpsins í byrlunarmálinu, en vill ekkert segja um hvort það leiði til frekari aðgerða.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um byrlunarmálið hefur verið varpað ljósi á óvenjuleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins (Rúv.) og starfsmanna þess, sem lögregla og saksóknari telja saknæm. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri vill hins vegar ekki svara neinum spurningum um það eða hlut sinn í málinu, en stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. ekki heldur og vísar aftur á útvarpsstjóra.

Logi Einarsson menningarmálaráðherra var spurður hvort það væru líðandi vinnubrögð hjá opinberu fyrirtæki að enginn væri til fyrirsvars um jafnalvarlegar ásakanir.

„Ég mun ekki blanda mér inn í þetta með beinum hætti. Ég hef ekki boðvald yfir því.“

En kallar það ekki á athugun þegar lögregla telur víst að saknæmt athæfi hafi átt sér stað innan Rúv.?

„Þú kemst auðvitað að kjarna málsins, þetta var lögreglumál sem var svo látið niður falla á endanum. Ég eða aðrir ráðherrar höfum ekki afskipti af málum í farvegi réttarkerfisins.“

Á brotaþolinn í málinu, sem lá um hríð milli heims og helju, ekki að fá nokkra úrlausn sinna mála?

„Ég ætla ekki að gera lítið úr alvarleika þess og ekki heldur alvarleika málsins í sjálfu sér. En það er ekki á minni könnu að upplýsa það.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert