Nýr borgarstjóri kosinn á morgun

Hér má sjá oddvita flokkanna sem munu á morgun að …
Hér má sjá oddvita flokkanna sem munu á morgun að öllum líkindum kynna nýjan meirihluta. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að kalla saman aukafund í borgarstjórn á morgun þar sem á dagskrá er að kjósa nýjan borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og nýtt borgarráð.

Nýr meirihluti, skipaður fimm vinstriflokkum, mun því væntanlega taka við stjórnartaumunum í borginni á morgun. 

Á heimasíðu borgarinnar má sjá dagskrá aukafundarins sem haldinn verður á morgun.

Ýmis mál eru á dagskrá, þar á meðal að leysa sitjandi íbúaráð frá störfum og fresta kosningum í ný íbúaráð.

Vísir greindi fyrst frá. 

„Þetta eru bara stjórnarskipti í borginni“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ljóst að Samfylkingin, Flokkur fólksins, Sósíalistar, Vinstri græn og Píratar hafi komist að samkomulagi um nýjan meirihluta í Reykjavík.

„Þetta eru bara stjórnarskipti í borginni. Skýr og greinileg merki um það. Þannig þessir fimm flokkar hafa komist að einhverri niðurstöðu og óska eftir aukafundi í borgarstjórn,“ segir Þórdís. 

Dagskrá aukafundarins:

  1. Kosning forseta borgarstjórnar og fjögurra varaforseta.
  2. Kosning borgarstjóra.
  3. Kosning tveggja skrifara til og tveggja til vara.
  4. Kosning fimm varafulltrúa í forsætisnefnd.
  5. Kosning sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara; formannskjör.
  6. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna að breyttu hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.
  7. Kosning sjö fulltrúa í mannréttindaráð og sjö til vara; formannskjör.
  8. Kosning sjö fulltrúa í menningar- og íþróttaráð og sjö til vara; formannskjör.
  9. Kosning sjö fulltrúa í skóla- og frístundaráð og sjö til vara; formannskjör.
  10. Kosning sjö fulltrúa í stafrænt ráð og sjö til vara; formannskjör.
  11. Kosning sjö fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráð og sjö til vara; formannskjör.
  12. Kosning sjö fulltrúa í velferðarráð og sjö til vara; formannskjör.
  13. Kosning í almannavarnanefnd.
  14. Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð.
  15. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna að leysa sitjandi íbúaráð frá störfum og fresta kosningum í ný íbúaráð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert