Ráðherranefnd fundaði vegna bráðavanda

Alma Möller heilbrigðisráðherra, Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, Ásthildur Lóa …
Alma Möller heilbrigðisráðherra, Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ráðherranefnd um málefni barna fundaði í gær um alvarlega stöðu mála vegna neyðarvistunar og úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. Uppi er bráðavandi og nefndin er einhuga um að leita lausna sem fyrst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Eins og mbl.is hefur fjallað um ítarlega þá ríkir mikið úrræðaleysi þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda. Umboðsmaður barna hef­ur lýst yfir neyðarástandi í mála­flokkn­um og for­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu segir stöðuna aldrei hafa verið verri. 

Eins og fram hefur komið í umfjöllun mbl.is eru börn nú neyðar­vistuð á lög­reglu­stöðunni í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði, þrátt fyr­ir að aðstaðan þar sé óboðleg börn­um að mati umboðsmanns barna. Hafa bæði ráðherra og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu tekið undir þau sjónarmið.

Einhuga um að leita lausna

„Nefndin er einhuga um að leita lausna sem fyrst á þeim bráðavanda sem uppi er og að hefja skuli vinnu við að tryggja úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. 

Formaður nefndarinnar er Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en í nefndinni sitja Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, Alma Möller heilbrigðisráðherra og Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

„Um árabil hefur mennta- og barnamálaráðuneytið unnið að stefnumótun og tillögum varðandi málefni barna með flókinn og fjölþættan vanda, í breiðu samráði við hlutaðeigandi aðila.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert