Ný styttist í að Íslendingar þurfi að ganga frá skattframtali vegna tekna ársins 2024.
Framtal einstaklinga verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins frá og með 28. febrúar, eða eftir rúma viku. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Skattsins.
Öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2024 ber að skila skattframtali og telja fram. Lokaskiladagur er 14. mars og hefur fólk því hálfan mánuð til að ganga frá framtalinu. Að þessu sinni verður lengri frestur ekki veittur.
Helstu upplýsingar um laun, fasteignir, bifreiðar, bankainnstæður, vaxtatekjur, hlutabréfaeign, arð, skuldir og fleira eru fyrirframáritaðar á framtalið.
Eins og Skatturinn hefur bent á er því fljótlegt og einfalt fyrir flesta að yfirfara framtalsupplýsingarnar, bæta við þar sem vantar upp á og staðfesta að lokum.
Framtalsleiðbeiningar 2025 eru tilbúnar og komnar á vefinn ásamt bæklingi með einföldum framtalsleiðbeiningum þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta sem einstaklingar þurfa að huga að við skil á skattframtali.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag