Skoða hvort kvikuhlaup sé mögulega að hefjast

Orkuverið í Svartsengi sést hér í bakgrunni.
Orkuverið í Svartsengi sést hér í bakgrunni. mbl.is/Hákon

Þrír jarðskjálftar urðu á áttunda tímanum í kvöld við Sundhnúkagígaröðina. Veðurstofan fylgist grannt með þróun mála.

Þetta segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

„Það komu þrír skjálftar milli klukkan 19.46 og 19.47. Eiginlega yfir kvikuganginum þannig við erum búin að vera skoða hvort það sé að fara af stað kvikuhlaup eða ekki. En það er ekkert annað sem bendir til þess,“ segir Kristín. 

Hún ítrekar að ekkert annað en þessir skjálftar bendi til mögulegs kvikuhlaups. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert