Starfsfólk RÚV huldi slóðina

Byrlunarmálið teygði anga sína upp í Efstaleiti þegar sími barst …
Byrlunarmálið teygði anga sína upp í Efstaleiti þegar sími barst þangað. mbl.is/Eggert

Margvísleg gögn sýna með óyggjandi hætti að konan sem byrlaði Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan átti í nánum samskiptum við starfsfólk Ríkisútvarpsins í aðdraganda þess að hún var yfirheyrð í fyrsta sinn hjá lögreglu.

Hún upplýsti sjálf í yfirheyrslu hjá lögreglu að hún hefði afhent starfsmönnum RÚV síma hans meðan hann barðist fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans.

Í yfirheyrslu um mitt síðasta ár upplýsti hún að Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hefði tekið við tækinu ásamt Arnari Þórissyni yfirframleiðanda þáttarins.

Mynd staðfesti viðtakanda

Af skýrslu lögreglu að dæma nefndi hún nafn þeirra beggja að fyrra bragði en óskaði eftir því að fá að sjá mynd af Arnari til þess að fullvissa sig um hver viðtakandinn var. Við því var orðið og var svar hennar afdráttarlaust.

Morgunblaðið hefur skýrslu lögreglu um yfirheyrslu Arnars undir höndum. Þar ber hann ekki fyrir sig vernd heimildarmanna heldur fullyrðir án fyrirvara að hann hafi aldrei hitt konuna sem þó benti á hann sem viðtakanda símtækisins.

Þögn starfsmanna RÚV olli því að lögregla komst ekki áfram með rannsókn málsins. Gerðist það jafnvel þótt heimildarmaður þeirra hefði þá þegar gefið sig fram og viðurkennt afhendingu símans. Ekkert í lögum um vernd heimildarmanna kveður á um að verja skuli heimildarmenn sem ekki krefjast lengur nafnleyndar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert