„Þurfum að hafa góðar gætur á Bárðarbungu“

Skjálftavirkni í Bárðarbungu hefur færst í aukana.
Skjálftavirkni í Bárðarbungu hefur færst í aukana. mbl.is/Rax

Skjálftavirkni í Bárðarbungu hefur aðeins færst í aukana eftir að hún datt niður í kjölfar hrinunnar í síðasta mánuði.

Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Virknin aftur að byggjast upp

„Svo virðist vera að virknin sé aftur að byggjast upp. Við fylgjumst vel með og miðað við þessa hrinu sem varð í janúar þá held ég að við þurfum að hafa góðar gætur á Bárðarbungu,“ segir Benedikt.

Skjálftahrinan í Bárðarbungu í janúar var töluverð en ekki hafði slík virkni sést í eldstöðinni frá árinu 2014, þegar eldgos braust út í Holuhrauni.

Skjálftavirknin ekki að færast ofar

Spurður út í stöðuna á öðrum eldstöðvarkerfum segir Benedikt að Askja haldi áfram að rísa og áfram sé nokkur skjálftavirki við Grjótárvatn á Mýrum.

Ekki sjáist þó nein merki um að það sé að grynnka á skjálftunum á því svæði né að þeir séu að aukast frekar en aflögun. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfið Ljósufjalla á Snæfellsnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert