Þingvallavegur er enn lokaður við Álftavatn eftir alvarlegt umferðarslys sem þar varð í morgun, sökum rannsóknar á vettvangi.
Þetta upplýsir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi.
Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu. Einn aðili var í ökutækinu og er ekki hægt að greina frá ástandi hans enn. Að sögn Þorsteins má þó búast við tilkynningu frá lögreglunni síðar í dag.
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir starfsmenn enn vera á vettvangi þar sem bíllinn hefur ekki verið fjarlægður.
Hann gat ekki veitt nánari upplýsingar um slysið.