Fyrsta banaslysið í umferðinni í ár

Lögreglan á Suðurlandi ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur að rannsókn banaslyssins sem varð á Þingvallavegi í gærmorgun þar sem ökumaður steypubifreiðar lést eftir að bifreiðin valt á veginum við Vaðlækjarveg.

Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar en ökumaðurinn var einn í steypubifreiðinni þegar hún valt.

Hann segir að ekki sé unnt að gefa upp nafn hins látna að sinni.

Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári, en á síðasta ári létust 13, þar af sjö í janúarmánuði og höfðu þá ekki látist fleiri í umferðinni í sex ár.

Eins og sést á meðfylgjandi grafi þá hafa tölur yfir látna í umferðinni verið mjög mikið rokkandi síðastliðin 25 ár. Áberandi fleiri létust þó í umferðarslysum skömmu eftir aldamótin, heldur en síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka