Heiða Björg Hilmisdóttir verður nýr borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi oddvita Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Ráðhúsi Reykjavíkur rétt í þessu.
Leggja oddvitarnir áherslu á grunnþjónustu, lífsgæði, velferð og það sem fólkinu er næst. Hyggst meirihlutinn meðal annars byggja húsnæði fyrir alla borgarbúa á öllum aldri
„Við ætlum að ganga samhentar til verka og vinna þétt saman,“ sagði Heiða í ávarpi sínu og kynnti Sönnu Magdalenu Mörtudóttur oddvita Sósíalistaflokksins sem nýjan forseta borgarstjórnar. „Við hlökkum til að takast á við þetta,“ sagði Heiða.