Kennarar gengu fyrirvaralaust út

Frá samstöðufundi kennara í nóvember.
Frá samstöðufundi kennara í nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Kennarar hafa gengið út af vinnustöðum sínum eftir að afstaða samninganefnda ríkis og sveitarfélaga varð ljós í hádeginu um innanhústillögu ríkissáttasemjara.

Þetta á meðal annars við um kennara í Hörðuvallaskóla og Álfhólsskóla í Kópavogi, Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, Heiðarskóla í Reykjanesbæ og Vallaskóla, Stekkjaskóla og Sunnulækjarskóla á Selfossi en mbl.is hefur heimildir fyrir að kennarar hafi gengið út víðar.

Útgangan átti sér stað klukkan 12.05 í dag.

Útganga kennara kemur í framhaldi af því að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhústillögu ríkissáttasemjara frá í gær en tillöguna hafði samninganefnd Kennarasambands Íslands samþykkt.

Forsvarsmenn ríkisins tóku ekki afstöðu þar sem sveitarfélögin höfðu þegar hafnað tillögunni.

Fréttin hefur verið uppfærð

Veist þú meira? Hafðu samband á frettir@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka