Rigning, skúrir og slydda

Það verður væta öðru hverju víðs vegar um landið í …
Það verður væta öðru hverju víðs vegar um landið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verða suðaustan 8-15 m/s og væta öðru hverju í dag en úrkomulítið norðanlands. Það lægir síðdegis með stöku skúrum en rigning eða slydda verður austan til.

Á morgun verður vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Snjókoma eða rigning verður á Norður- og Norðausturlandi fram eftir degi, en sums staðar skúrir syðra. Hiti verður 0 til 7 stig yfir daginn, mildast syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka