Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hafnaði innanhústillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í kennaradeilunni.
„Stjórnin telur sér ekki fært að fallast á innanhústillöguna,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitafélaga, í samtali við mbl.is.
Þá kemur fram í samtali við Ástráð Haraldsson ríkissáttasemjara á Bylgjunni að ríkið hafi ekki séð ástæðu til að taka afstöðu til tillögunnar sökum þess að sveitarfélögin höfnuðu tillögunni.