SÍS hafnar tillögu ríkissáttasemjara

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samsett mynd

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hafnaði innanhústillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í kennaradeilunni.

„Stjórnin telur sér ekki fært að fallast á innanhústillöguna,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitafélaga, í samtali við mbl.is.

Þá kemur fram í samtali við Ástráð Haraldsson ríkissáttasemjara á Bylgjunni að ríkið hafi ekki séð ástæðu til að taka afstöðu til tillögunnar sökum þess að sveitarfélögin höfnuðu tillögunni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka